15/04/2024

Mesta snjódýpt í Litlu-Ávík

Það hefur snjóað talsvert frá því snemma í morgun norður í Árneshreppi. Klukkan 6:00 var rigning og 4 stiga hiti, en síðan snarkólnaði og klukkan 9:00 var hitinn 0,8 stig og snjókoma hafði þá verið síðan um klukkan 7:00. Snjódýpt í morgun klukkan 9:00 var 4 sentimetrar og er það mest á landinu (láglendi). Það virðist því ekki vera mikill snjór á láglendi á landinu nú. Vefur Veðurstofunnar er á slóðinni www.vedur.is og þar er margvíslegan fróðleik að finna um veður og veðurhorfur.