22/12/2024

Messa í Árneskirkju

Í fréttatilkynningu frá sóknarpresti á Hólmavík kemur fram að messa verður í Árneskirkju í Trékyllisvík næstkomandi sunnudag, þann 1. ágúst, og hefst messan kl.14.00. Kirkjan í Árnesi var vígð í september 1991. Hún stendur gegnt gömlu kirkjunni, hinum megin við þjóðveginn, og er teiknuð af Guðlaugi Gauta Jónssyni arkitekt. Form kirkjunnar er fengið frá fjöllunum í kring. Altari kirkjunnar stendur á tveimur blágrýtissúlum sem teknar voru úr fjöru í sveitinni.