09/09/2024

Héraðsbókasafnið á leið í sumarfrí

Síðasti opnunardagur Héraðsbókasafns Strandasýslu fyrir sumarfrí er í dag, 27. júlí, en opið er í kvöld frá kl. 19:30-20:30. Öllum er velkomið að koma og ná sér í lesefni fyrir sumarlokun, en aftur verður opnað þegar skóli hefst í haust. Bókasafnið er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík og er mikið notað, jafnt sumar sem vetur.