19/04/2024

Menntamálaráðuneytið auglýsir styrki

Menntamálaráðuneytið hefur nú auglýst til umsóknar styrki úr tveimur sjóðum sem ráðuneytið hefur umsjón með. Þar er annars vegar um að ræða Æskulýðssjóð þar sem umsóknarfrestur er til 15. september og hins vegar Íþróttasjóð en umsóknarfrestur í hann rennur út 1. október. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur sveitarfélög, stofnanir og félög í héraðinu eindregið til að sækja um styrki í þau verkefni sem í gangi eru eða fyrirhuguð á þessu sviði hverju sinni og minnir á að það eru aðeins þeir sem róa til fiskjar sem fá.


Umsóknareyðublöð og upplýsingar má nálgast á vef stjórnarráðsins www.stjr.is.