25/04/2024

Fleiri ummerki eftir þá basknesku

Við fornleifarannsóknir sem hafa staðið yfir í Hveravík á hvalveiðum Baska á 17. öld, hafa að öllum líkindum fundist fleiri byggingar í nágrennninu. Yst á Reykjanesi eru ummerki rústa, sem hafa líklega verið íverustaðir bátsmannanna og notaðar sem útsýnisstaðir yfir fjörðinn til að fylgjast með hvalaferðum. Þaðan er víðsýnt um allan Steingrímsfjörð, sést allt inn fyrir Ós og út fyrir Grímsey. Hvallýsisbræðslan sjálf hefur síðan verið á Strákatanga í Hveravík. Þessi uppgötvun kemur heim og saman við rannsóknir á hvalveiðum Baska við Nýfundnaland. Fyrstu athuganir á hvalstöðinni eru vonum framar og stefnt er að áframhaldandi rannsóknum á svæðinu á komandi árum að sögn Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings.

Viðtal við Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson um uppgröftinn og rannsóknir á veru baskneskra hvalveiðimanna birtist hér á strandir.saudfjarsetur.is fyrir skömmu en verkefnið er samvinnuverkefni Strandagaldurs og Náttúrustofu Vestfjarða.
Hvalveiðistöð frá 17. öld grafin upp