22/12/2024

Menningarsamningur Vestfjarða orðinn að veruleika

Síðasta sunnudag var skrifað undir menningarsamning milli sveitarfélaga á Vestfjörðum á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þar með er Menningarráð Vestfjarða orðið að veruleika og mun það næstu þrjú árin hafa úr fjármagni frá ríkisvaldinu að spila til að styðja við menningarverkefni í fjórðungnum með verkefnastyrkjum. Fjöldi sveitarstjórnarmanna var við undirritun samningsins og einnig voru uppákomur og skemmtiatriði, fyrir utan dýrindis kaffihlaðborð. Sigurður Atlason hjá Strandagaldri kenndi sveitarstjórnarmönnum til dæmis hvernig megi með göldrum komast hjá því að verða nokkru sinni peningalaus og Elvar Logi Hannesson fræddi gesti um skrímsli. 

Horft á atriði

Stund milli stríða hjá Halldóri Smárasyni og Halldóri Sveinssyni sem fluttu tónlist á píanó og fiðlu – Sævangur er sannkallað menningarhús

Elvar Logi skrímslafræðingur

atburdir/2007/580-mennsamn4.jpg

Menn hafa gaman af atriðunum

atburdir/2007/580-mennsamn5.jpg

Sveitarstjórar og oddvitar skrifa undir fyrir hönd sveitarfélaganna

atburdir/2007/580-mennsamn1.jpg

Fremst eru Gunnar Hallsson í Bolungarvík sem var formaður hópsins sem undirbjó menningarsamninginn og við hlið hans situr Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfjarða

Ljósm. Matthías Lýðsson