03/05/2024

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar ráðsins til menningarverkefna árið 2008. Ætlunin er að úthluta styrkjum í apríl og október á þessu ári. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 14. mars næstkomandi. Í desember á síðasta ári úthlutaði Menningarráðið styrkjum í fyrsta sinn og fengu þá 52 vestfirsk menningarverkefni fjárhagsstuðning til ýmissa góðra verka. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vestfjörðum.

Við fyrri úthlutun 2008 hefur Menningarráð Vestfjarða ákveðið að litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur:

# Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs.
# Verkefni sem miða að fjölgun starfa.
# Samstarf milli menningarstofnanna, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum st að.
# Verkefni sem stuðla að þátttöku barna, unglinga og eldri borgara í listsköpun og menningarstarfi.
# Verkefni sem stuðla að eflingu fagþekkingar á sviði menningar og lista.

Á vef Menningarráðs Vestfjarða á slóðinni www.vestfirskmenning.is er að finna allar nánari upplýsingar um verkefnastyrkina, úthlutunarreglur 2008 og yfirlit yfir síðustu úthlutun. Eru umsækjendur beðnir um að kynna sér þessar upplýsingar. Þar er einnig að finna rafrænt umsóknarform til að senda umsóknir til ráðsins, en umsókn þarf að innihalda greinargóða lýsingu á verkefnum með verkáætlun, tímasetningum og áætlun um kostnað og gjöld. Á vef Menningarráðsins eru einnig margvíslegar upplýsingar um menningarlíf á Vestfjörðum og starfsemi Menningarráðsins, fréttir af atburðum og tíðindi úr menningarlífinu.

Nánari upplýsingar veitir Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, í síma 891-7372 eða netfanginu menning@vestfirdir.is.