22/12/2024

Menningarkvöld framundan

Þríleikur á þverflautu - Unnur, Tinna og ÞorbjörgFramundan er Lista og menningarkvöld ungs fólks á Hólmavík. Upphaflega átti að halda kvöldið um næstu helgi, þann 5. febrúar, en því hefur verið frestað til laugardagsins 12. febrúar nk. Lista og menningarkvöld er nú haldið og skipulagt af unglingum í félagsmiðstöðinni Ozon í annað skipti, en viðburðurinn er einn liður í fjáröflun krakkana sem standa fyrir öflugu og skemmtilegu félagsstarfi sem endranær.

Atriðin eru hin fjölbreyttustu og eru í höndum krakkana sjálfra en auk þeirra koma fram margir af eldri kynslóðinni og leggja krökkunum lið með ýmsum uppákomum. Foreldrar sjá um að gefa bakkelsi og aðrar veitingar sem innifaldar verða í aðgangseyri. Hátíðin verður nánar auglýst þegar nær dregur.