14/04/2024

Margir tilnefndir Strandamaður ársins

Valið á Strandamanni ársins 2006 fer vel af stað og þegar hefur borist fjöldi tilnefninga. Við hvetjum alla til að vera með og tilnefna þann sem þeim finnst eiga skilið að fá titilinn Strandamaður ársins 2006. Tilnefningar hafa dreifst býsna mikið það sem af er og margir fengið atkvæði, en í seinni umferð verður kosið á milli þeirra þriggja sem verða með flestar tilnefningar. Tilnefningum er skilað á þessari síðu.