27/04/2024

Málþing í Búðardal laugardag kl. 15

Samtökin Landsbyggðin lifi og nokkrir íbúar á svæðinu boða fólk í Reykhólahreppi, Strandabyggð, Dalabyggð og nágrenni á málþing á morgun að því er fram kemur á Reykhólavefnum. Málþingið verður haldið í Leifsbúð í Búðardal og hefst kl. 15. Ragnar Stefánsson varaformaður samtakanna kynnir þau og síðan verða fyrirspurnir og umræður. Að því loknu verður fjallað um atvinnumál á svæðinu. Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum og Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi fræða gesti um störf sín og Halla Steinólfsdóttir segir frá stöðu mála í Dalabyggð.

Fundarboðendur hvetja íbúa á svæðinu til að fjölmenna og taka þátt í mikilvægum og líflegum fundi.