22/12/2024

Lokaumferðin í torfærunni

Lokaumferðin í torfærunni þetta árið verður um næstu helgi, en þá fer fram heimsbikarmót í torfæru í Skien í Noregi. Heyrst hefur að nokkrir ætli út að horfa á mótið, en 5-6 þúsund áhorfendur voru á torfærunni í Finnlandi á dögunum að sögn Daníels Ingimundarsonar torfærukappa sem heldur uppi heiðri Strandamanna á mótunum. Daníel bendir mönnum á að forvitnast um flug til að komast á keppnina í netfanginu ght@icelandair.is.

Hægt er að sjá myndir og forvitnast um stöðuna í mótunum á vefslóð Daníels www.greenthunder.is.