22/12/2024

Löggan laut í lægra haldi

Það er óhætt að segja að mikil spenna hafi ríkt í tippleik strandir.saudfjarsetur.is á síðustu helgi, en þá mættust þeir Smári Gunnarsson og Höskuldur Birkir Erlingsson öðru sinni eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tilraun. Það varð snemma ljóst að baráttan yrði hörð og miklar líkur væru á að annar spekingurinn myndi lúta í gras. Á lokamínútum leikjanna tók Smári síðan forystuna og hélt henni allt til loka. Lokatölur urðu því 8-6, Smára í vil. strandir.saudfjarsetur.is þakka Höskuldi hetjulega og skemmtilega baráttu sem skilaði sér í tveimur sigrum og öðru sæti leiksins, en hann hefur þegar skorað á Liverpool-aðdáandann Jón Eðvald Halldórsson frá Drangsnesi að reyna sig við Smára á næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit helgarinnar auk stöðunnar í leiknum, en þar er Jón Jónsson enn langefstur.
 

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
3. Smári Gunnarsson – 1 sigur (1 jafnt.)
4. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
5. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
6-8. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
6-8. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
6-8. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

HÖSKI

SMÁRI

1. Chelsea – Newcastle

1

1

1

2. Charlton – Man. Utd.

2

2

1

3. Man. City – Blackburn

X

1

X

4. Liverpool – Portsmouth

1

1

1

5. Sunderland – Aston Villa

2

2

2

6. WBA – Everton

1

X

2

7. Watford – Sheff. Utd.

1

1

1

8. Norwich – Luton

1

2

1

9. Southampton – Leeds

2

X

2

10. Burnley – Leicester

1

1

1

11. Crewe – Stoke

2

1

X

12. Plymouth – QPR

1

2

2

13. Coventry – Ipswich

X

2

1

 

 

6 réttir

8 réttir