22/12/2024

Ljósmyndanámskeið í Skelinni

Danski ljósmyndarinn og góðkunningi Strandamanna Brian Berg er nú staddur í Skelinni á Hólmavík – lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu. Brian heimsótti elstu bekkina í Grunnskólann á Hólmavík í morgun og sagði frá verkefnum sínum og myndum á dönsku. Í kvöld verður síðan ljósmyndanámskeið í Skelinni og ókeypis aðgangur. Um er að ræða framhaldsnámskeið, en Brian hélt námskeið bæði fyrir börn og fullorðna í fyrravetur. Allir eru velkomnir og fólk getur haft með sér myndir á tölvutæku formi til að ræða um og skoða.