30/10/2024

Ljóðakvöld í Skelinni

Kristín Svava Tómasdóttir skáldkona les eigin ljóð í Skelinni á miðvikudagskvöld kl. 20:00, en síðan verður orðið gefið laust. Gestir eru hvattir til að koma sjálfir með ljóð til að lesa fyrir hina, hvort sem er eigin ljóð eða sinna eftirlætisskálda. Þetta er því kjörið tækifæri til að rifja upp gömul ljóð, kynnast nýjum og deila uppáhaldsljóðunum sínum með öðrum.