23/12/2024

Líður að jólahlaðborði í Hrútakaffi

Í dag er síðasti möguleiki til að skrá sig á jólahlaðborð í Hrútakaffi á Borðeyri (gamla kaupfélagshúsinu) sem verður haldið laugardaginn 1. desember. Þar verður fullt af góðgæti á borðum, s.s. tvennslags hangikjöt, annað lambakjöt og svo auðvitað reykt svínakjöt, graflax og margt fleira. Með borðhaldinu verður spiluð falleg jólatónlist, en eftir matinn verður svo lifandi tónlist með gríðar fjöri. Húsið opnar kl. 18:30. Áhugasömum er bent á að panta á jólahlaðborðið í síma 843-0658.