24/04/2024

Háskóli unga fólksins 2008

Nú er að renna út skráningarfrestur í Háskóla unga fólksins á Ísafirði, en dagana 9.-13. júní 2008 býður Háskólasetur Vestfjarða háskólanám fyrir ungt fólk. Unglingum fæddum 1992-96 býðst þá að sækja fjölda stuttra námskeiða þar sem kennarar á háskólastigi fjalla um heima og geima. Hver nemandi getur tekið allt að sex námskeið. Athygli er vakin á því að starfsmenn Háskólaseturs geta aðstoðað við að finna gistingu fyrir nemendur sem búa ekki í nágrenni Ísafjarðar og hafa ekki aðstöðu til að gista hjá ættingjum eða vinum, eins og sjá má nánar á www.hsvest.is.

Verð fyrir námskeiðið er kr. 12.000.- fyrir sex námskeið. Einnig er hægt að taka stök námskeið og er þá kostnaðurinn kr. 2.500.- fyrir hvert námskeið.

Í boði er gisting í húsi miðsvæðis á Ísafirði. Um er að ræða 5 herbergja hús þar sem unglingarnir geta verið 1 eða 2 í herbergi. Innifalið er heimilismorgunverður og mun húseigandi og starfsmenn Háskólaseturs hafa umsjón og eftirlit með nemendum á meðan á námskeiðunum stendur.  Verðið fyrir 4 nætur er kr. 5.000.- Einnig geta starfsmenn Háskólaseturs aðstoðað með að finna gistingu fyrir nemendur í heimahúsi ef óskað er eftir því. Nánari upplýsingar í síma 450 3041 eða í tölvupósti marthalilja@hsvest.is.