22/12/2024

Leysingar og sambandsleysi

Snjó hefur tekið mjög hratt upp á Ströndum í dag, enda eru kjöraðstæður fyrir slíkt – talsverður vindur, hlýindi og úrkoma. Mikið rok gerði um miðjan daginn og allstór vélageymsla fauk á Felli í Kollafirði, en þar var veður sérlega slæmt. Í gærkvöldi um hálfellefu fór rafmagn af á Ströndum en það náðist að koma því á flest svæði fyrir miðnætti eftir því sem best er vitað. strandir.saudfjarsetur.is hafa ekki fregnað hver ástæðan fyrir biluninni var. Eins hefur internetsamband legið niðri í nágrenni Hólmavíkur síðan í gær, en unnið er að því að koma því á aftur. Vetrarsólin skartaði sínum fegurstu klæðum á Hólmavík um kl. 17:00 í dag og þá smellti ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is af örfáum myndum:

bottom

natturumyndir/580-solrodi1.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson