22/12/2024

Leitað að framkvæmdastjóra fyrir Hamingjudaga

Hamingju-Hrólfur, hliðvörður í SævangiUmsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra bæjarhátíðarinnar Hamingjudagar á Hólmavík rennur út í dag, en umsóknum á að skila til skrifstofu Strandabyggðar. Hátíðin hefur nú verið haldin tvö ár í röð og verður nú í sumar dagana 29. júní til 1. júlí. Formaður Menningarmálanefndar, Arnar S. Jónsson, veitir allar nánari upplýsingar um starfið í síma 661-2009. Mikið hefur verið um dýrðir, tónleikar, dansleikir, listsýningar, leiksmiðjur og margvísleg skemmtun á Hamingjudögum. Bærinn hefur verið skreyttur myndarlega og á myndinni sést hliðvörðurinn í Sævangi sem ber nafnið Hamingju-Hrólfur í hamingjubol í lit sveitanna.