22/12/2024

Leikritið Rauðhetta á Hólmavík

Foreldrafélag Leikskólans Lækjarbrekku á Hólmavík auglýsir leiksýningu í Bragganum fimmtudaginn 14. apríl kl. 17:00. Sýnt verður leikritið Rauðhetta í útsetningu leikhópsins Lottu, en það eru börn í Grunnskólanum á Drangsnesi sem sýna. Í leikritinu blandast sögur Rauðhettu og úlfsins, grísanna þriggja og Hans og Grétu og tvinnast örlög þeirra saman í skóginum. Leikritið hæfir öllum aldurshópum.  Aðganseyrir er 500 kr á barn og frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Mælst er til þess að börn í 4. bekk og yngri komi í fylgd með fullorðnum.