13/09/2024

Fjögur umferðaróhöpp tilkynnt lögreglu

Í vikunni sem var að líða voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu á Vestfjörðum. Miðvikudaginn 6. apríl varð útafakstur á Holtavörðuheiði, minniháttar óhapp og ekki slys á fólki. Fimmtudag apríl varð óhapp í Vestfjarðargöngunum með þeim hætti að ekið var utan í vinnulyftu Vegagerðarinnar þar sem unnið var við viðgerð á ljósum. Ekki urðu miklar skemmdir og ekki slys á fólki. Á föstudag varð bílvelta á Súðavíkurhlíð, þar hafnaði bifreið utan í vegriði og valt. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, en meiðsl voru minniháttar. Á sunndag hafnaði bifreið út fyrir veg á Arnkötludal, ekki urðu slys á fólki.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, þar af þrír í nágrenni Hólmavíkur og þrír á Holtavörðuheiði. Sá sem hraðast ók, var mældur á 120 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Aðfaranótt þriðjudagsins 5. apríl kom upp eldur á geymslusvæði við höfnina á  Suðurtanga á Ísafirði, þar logaði eldur í veiðarfærum. Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eldinn. Í tvígang kom aftur upp eldur, eftir að slökkvilið yfirgaf vettvang um nóttina, en greiðlega gekk að slökkva hann. Lögregla vill koma því á framfæri að ef einhver hefur upplýsingar um mannaferðir í nágreni við vettvang umrædda nótt að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450-3730.