22/12/2024

Leikritið Jóladagatalið og tónleikar Tónlistarskólans á Hólmavík

Nemendur á Hólmavík standa í ströngu þessa dagana. Tónleikar Tónlistarskólans á Hólmavík verða haldnir fimmtudaginn 14. desember klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Öll sem áhuga hafa eru velkomin á tónleikana. Leikritið Jóladagatalið verður svo sýnt föstudaginn 15. desember klukkan 17:00 í Félagsheimilinu, önnur sýning mánudaginn 18. desember klukkan 18:00. Það eru nemendur í 5., 6. og 7. bekk sem sýna leikritið sem félagar í Leikfélagi Hólmavíkur sömdu 1989, en leikstjóri er Ingibjörg Emilsdóttir.

Litlu jól Grunnskólans verða þriðjudaginn 19. desember klukkan 13:00 – 15:00 í Félagsheimilinu. Þar leika nemendur og syngja eins og þeim einum er lagið. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinarnir mæta. Öll velkomin.

Stofujól í Grunnskólanum verða miðvikudaginn 20. desember. Nemendur mæta þá klukkan 11:00 og eiga rólega stund með umsjónarkennara og bekknum. Stofujólum lýkur klukkan 12:00 og þá fara allir heim. Að stofujólum loknum hefst jólafrí nemenda við Grunnskólann á Hólmavík. Kennsla hefst aftur 3. janúar 2018 samkvæmt stundaskrá.