12/11/2024

Auga ferðalangsins í Ólafsdal

Laugardaginn 7. ágúst kl 15:00-17:00 verða fyrirlestrar í húsi gamla landbúnaðarskólans í Ólafsdal við Gilsfjörð í tengslum við sýninguna Dalir og hólar 2010 – ferðateikningar. Þar munu Ólafur Gíslason listfræðingur og Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur fjalla um ferðalagið. Umræður verða að loknum erindum. Ólafur Gíslason kallar erindi sitt Auga ferðalangsins – Frá Eggert og Bjarna til Einars Garibaldi. Þar fjallar Ólafur m.a. um ferðalög til Íslands, Ítalíu og Kína og um túlkanir I. Calvino, G. Bruno og Tizian á frásögnum af ferðalögum.

Í erindi sínu fjallar Margrét Elísabet Ólafsdóttir um ferðlag listamannanna Marko Pelhjan og Matthew Biederman á gamlar veiðislóðir á norðurskautssvæði Kanada í fylgd með innfæddum í ágúst
2009.

Menningarráð Vesturlands og Vestfjarða, Ólafsdalsfélagið, Nýpurhyrna, Kulturkontakt Nord, Statens Kunstraad (Dk.) Rjómabúið Erpsstöðum og MS-Búðardal styrkja Dalir og Hólar 2010 – ferðateikningar.