13/10/2024

Ungmennaþing Strandabyggðar

Annað ungmennaþing vetrarins í Strandabyggð verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík 12. desember kl. 17. Þingið er ætlað einstaklingum á aldrinum 13-25 ára sem búsett eru í Strandabyggð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er tækifæri, og verður rætt um atvinnu-, tómstunda- og íbúðartækifæri í Strandabyggð, en einnig farið í skemmtilega leiki og pizzuveisla þegar umræðum lýkur.