15/04/2024

Leiklestur á Tveimur tvöföldum

Leikfélag Hólmavíkur stendur fyrir leiklestri á gamanleikritinu Tveir tvöfaldir í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudagskvöldið 7. janúar kl. 20:00. Leiklesturinn er hluti af því að skoða hvort leikritið henti til uppsetningar hjá félaginu, hvort hægt sé að manna það og leysa úr tæknilegum málum varðandi sviðsmynd. Allir sem vilja með einhverjum hætti taka þátt í uppsetningu vetrarins eru sérstaklega hvattir til að mæta og láta í sér heyra og aðrir eru líka hjartanlega velkomnir. Á meðfylgjandi mynd eru Anna Jóna, Siggi Atla, Gunnar Jó og Haraldur V.A á sviðinu fyrir rúmum tveim áratugum í leikritinu Blessað barnalán.