24/07/2024

Leikfélagið leggur land undir hjól

Leikfélag Hólmavíkur gerir víðförult næstu daga með gamanleikinn Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen. Félagið hyggst sýna í Árneshreppi á morgun kl. 20:00 ef fært verður og á laugardaginn verður sýning á Ketilási í Fljótum og hefst sú sýning kl. 21:00. Helgina eftir eða laugardaginn 29. apríl verður sýning í Bolungarvík og daginn eftir þann 30. apríl verður sýnt á Þingeyri. Báðar þær sýningar hefjast kl. 20:00. Eins er ætlunin að sýna í Mosfellsbæ þann 7. maí og á Hvammstanga 13. maí. Vel hefur gengið með sýningarnar það sem af er þó aðsókn hefði mátt vera betri á Hólmavík.