22/12/2024

Leiðindaveður

Skafrenningur hylur hæð og lægðEnn eitt leiðindaveðrið er nú við Steingrímsfjörð og hefur verið síðan seinnipartinn í gær. Skafrenningur og mjög blint er við sunnanverðan fjörðinn og skólabíll komst ekki í sveitirnar sunnan Hólmavíkur í morgun. Mokstur er ekki farinn af stað og ekkert ferðaveður. Á Ennishálsi er vindhraðinn núna 24 m/s. Veðurstofan spáir því að veður gangi niður um hádegi.