22/12/2024

Le jour imbécile í Skelinni

Le jour imbécile nefnist tilraunakennd stuttmynd eftir núverandi gest
Þjóðfræðistofu í Skelinni, Clémentine Délbecq, sem sýnd verður föstudaginn 14. janúar kl. 20:00. Clémentine sem er
upprennandi kvikmyndagerðarkona og dansari frá Frakklandi leitar nú að
áhugaverðum tökustöðum og fólki hér á Ströndum til að leika í næstu mynd
en tökur munu fara fram í mars á þessu ári. Boðið verður upp á
franskar veitingar á vægu verði á viðburðinum og eru allir velkomnir.