28/05/2024

Kynningu í Steinhúsinu frestað

Kaffi- og vöffluboði Steinhússins sem átti að vera miðvikudaginn 15. febrúar hefur verið frestað vegna flensu. Þó er ætlunin hjá Ástu og Dúnu að standa við boðið og kynna starfsemina þess í stað í næstu viku eða þriðjudaginn 21. febrúar, kl.17.00-19.00. Öllum er velkomið að kíkja við og skoða húsið og fá sér kaffisopa og vöfflur með.