Categories
Frétt

Litlu jólin á Hólmavík

Í dag halda nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík Litlu-jólin í félagsheimilinu og hefst skemmtunin kl. 13:30. Allir eru velkomnir, en þarna sýna nemendur leikþætti, syngja og sprella. Helgileikur er alltaf ómissandi hluti af fjörinu og eftir að skemmtun á sviði lýkur hefst jólatrésskemmtun þar sem stórsveitin Grunntónn spilar fyrir göngu í kringum jólatré og ef að líkum lætur mæta jólasveinar á staðinn og sprella með börnunum.