23/12/2024

Kvöldvaka á Galdraloftinu í kvöld

Kvöldvaka á vegum Þjóðfræðistofu verður haldin í kvöld föstudaginn 7. janúar, kl. 20.00 á Galdraloftinu, á efri hæð Galdrasafnsins á Hólmavík (nema veðrið versni verulega). Gestir í Skelinni, þau Hildur Hákonardóttir og Þór Vigfússon, fjalla um Guðmund góða, lífselexír og kannski nokkra drauga. Þá verður stuttmyndin Selkolla sýnd og að sjálfsögðu eru allir velkomnir!