29/05/2024

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík

Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík heldur þorrablót laugardaginn 15. janúar 2011 í Versölum , Hallveigarstíg 1. Veislustjóri er Karl Loftsson og til skemmtunar verður m.a. töframaðurinn John Tómasson, söngvarinn Páll Rósinkrans. Viggó Brynjólfsson frá Broddadalsá mun þenja nikkuna. Miðasala verður í Versölum mánudaginn 10. janúar kl. 17:00-19:00. Tengiliðir eru formaður félagsins Guðrún B. Steingrímsdóttir í síma 565-2467 og Atli Vilhjálmsson í síma 568-1411 eða 897-1852.