15/04/2024

Kvennahlaup í dag

Í dag var hlaupið Kvennahlaup um land allt að frumkvæði ÍSÍ. Þar sameinast kvenþjóðin í heilbrigðri útivist og þær eldri eru þeim yngri fyrirmynd um holla lífshætti, hreyfingu og skemmtun. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is smellti af nokkrum myndum af kvennahlaupurum á Hólmavík en þónokkur fjöldi tók þátt í hlaupinu þar. Samkvæmt upplýsingavef um kvennahlaupið verður hlaupið í Árneshreppi á morgun sunnudag.

Kvennahlaupið á Hólmavík 2005 – ljósm. Jón Jónsson.