12/09/2024

Kristinn H. kynnir sér grásleppuhrognaverkun

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður var á ferð á Drangsnesi í gær og heilsaði þar upp á starfsfólk Fiskvinnslunar Drangs og spjallaði við það um landsins gagn og nauðsynjar. Óskar Torfason framkvæmdastjóri Drangs kynnti þingmanninum framleiðsluna og hann kynnti sér aðferðir við vinnslu á grásleppuhrognum og blöndun pækilsins. Ingólfur Árni Haraldsson sýndi þingmanninum hvernig maður ber sig að við hrærivélina þar sem hrognunum er blandað við salt og rotvarnarefni áður en þau rata rétta leið í gráslepputunnurnar til útflutnings.

Kristinn H. fór einnig á fund oddvita Kaldrananeshrepps, Jennýar Jensdóttur.


Árni Þór Baldursson í Odda


Óskar Torfason og Kristinn H. Gunnarsson


Kristinn í námi hjá Ingólfi

Ljósm.: Árni Þór Baldursson