23/12/2024

Krauka með tónleika á Drangsnesi

Hinn landsþekkti Guðjón Rúdolf, sem sló svo eftirminnilega í gegn með laginu um Húfuna hér um árið, er mættur á Strandir ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Krauka. Þeir félagar flytja þjóðlög og frumsamið efni og leika jafnan á hljóðfæri frá víkingatímanum. Þeir sem vilja heyra þessa einstöku hljóma og berja garpana augum geta brugðið sér í Samkomuhúsið Baldur annað kvöld, en þar mun Krauka spila efni af nýjum diski sem ber nafnið Bylur. Tónleikarnar verða eins og áður segir þriðjudagskvöldið 20. júní og hefjast kl. 20:30.