22/12/2024

Krakkar á Ströndum og Hvammstanga æfa saman

Í fréttatilkynningu frá Kolbeini Skagfjörð Jósteinssyni framkvæmdastjóri Héraðssambands Strandamanna kemur fram að á morgun kl. 13:00 verður íþróttaæfing á Skeljavíkurgrundum ásamt hópi af krökkum frá Hvammstanga. Allir eru hvattir til að mæta og eftir æfinguna verða grillaðar pylsur og haft gaman.