21/05/2024

Körfuboltamót í íþróttahúsinu á laugardag

Síðasta laugardag stóð til að halda körfuboltamót í íþróttahúsinu á Hólmavík á vegum Körfuknattleikssambands Íslands, en veðurguðirnir voru ekki í betra skapi en svo að fresta þurfti mótinu. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að halda mótið á mörgun, laugardaginn 16. febrúar. Alls fara fram sex leikir í 9. flokki karla og hefst mótið kl. 12:00 og stendur til kl. 19:00. Fjögur lið munu keppa, sameiginlegt lið Geislans og Kormáks á Hvammstanga, ÍA, Haukar og ÍR b. Veitingasala verður í andyrinu og vonast er til að sem flestir mæti í íþróttahúsið og styðji sína menn.