12/11/2024

Kolaport á Hólmavík á sunnudag

Kolaport verður í félagsheimilinu á Hólmavík að Strandamanna sið á sunnudaginn kemur, hefst kl. 15 og lýkur kl. 18. Gleði, gaman og stemmning góð svífa yfir vötnum og Ásta og Ásdís sjá um veitingasölu, kolakaffið og kökurnar. Búist er við fjölmenni, enda hafa Kolaportin á Hólmavík verið vel sótt til þessa. Þeir sem vilja vera með sölubása hafi samband við Ásdísi s. 694-3306. Ekkert gjald er tekið fyrir básinn.