19/04/2024

Kökusala og kórferðalög

Norðurljósin í góðum félagsskapKvennakórinn Norðurljós verður með kökusölu í anddyri KSH á Hólmavík á morgun, miðvikudaginn 4. apríl, klukkan 15:00. Þar verða á boðstólum dýrindis tertur og daglegt brauð fyrir páskana. Annars er það helst að frétta af kórnum að hann er að fara í söngferðalög í vor, bæði á Sæluviku Skagfirðinginga og líka til Edinborgar í júní. Þar hitta Norðurljósakonur annan kvennakór og syngja með honum, m.a. til styrktar blindraskóla. Árlegir tónleikar kvennakórsins Norðurljósa á Hólmavík verða svo 1. maí.

Á Hamingjudögum 2007 – ljósm. Jón Jónsson