22/12/2024

Kökubasar í KSH á föstudag

Nemendur í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík eru að safna sér fyrir dvöl í skólabúðunum í Reykjaskóla þessa dagana, en þangað hefur stefnan verið tekin í febrúar. Eitt af uppátækjum þeirra í söfnuninni er að halda kökubasar á föstudaginn kemur. Basarinn hefst kl. 14:00 í anddyrinu á verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og stendur þar til allar kökur eru seldar.