06/05/2024

Kannað með sölu á Broddanesskóla

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var samþykkt samhljóða að kanna möguleika á að selja Broddanesskóla á Broddanesi í Kollafirði. Þessi samþykkt er gerð í framhaldi af því að fyrirspurn barst um kaup eða leigu á skólanum, en í honum er íbúð, skólastofur og ýmis minni herbergi. Þar er einnig til húsa bókasafn og slökkviliðsbíll hefur aðstöðu í bílskúr sem er hluti af húsinu. Broddanesskóli er hannaður af dr. Magga Jónssyni og var tekinn í notkun 1978. Árið 2004 lagðist skólahald síðan af þar og Broddaneshreppur og Hólmavíkurhreppur voru sameinaðir undir nafni Strandabyggðar tveimur árum síðar.  

Broddanesskóli – ljósm. Sögusmiðjan