12/11/2024

KK og Guðmundur Pétursson á Ströndum

Tónlistarmaðurinn KK og Guðmundur Pétursson gítarleikari halda áfram ferðalagi sínu um landið með Tónlist fyrir alla og hafa troðið upp í skólum á Ströndum og víðar um Vestfirði síðustu daga. Í morgun héldu þeir skemmtun í Grunnskólanum á Hólmavík og fengu frábærar viðtökur hjá nemendum og starfsfólki skólans.

Ljósm. Ester Sigfúsdóttir