11/09/2024

Hálka á Ströndum

Fært er nú um allar Strandir, en hálka á vegum, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sumarvegirnir um Þorskafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiði eru ófærir. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra gerir ráð fyrir hægri austanátt og að það létti heldur til, en bæti síðan í vind og þykkni upp á morgun, einkum á annesjum. Frost verður á bilinu 0-8 stig næsta sólahringinn.