12/07/2024

Kjörnefnd ákveður að bæta við Strandamanni og Ísfirðingi

Borðeyri í HrútafirðiEins og kom fram á strandir.saudfjarsetur.is nýverið þá gáfu aðeins sex frambjóðendur sig fram í þau fimm sæti sem kosið verður um í prófkjöri framsóknarmanna í NV-kjördæmi. Kjörnefnd hefur því ákveðið að nýta heimild sína til að bæta við frambjóðendum í prófkjörið sem haldið verður með póstkosningu dagana 3. – 17. nóvember n.k., og hefur ákveðið að Heiðar Þór Gunnarsson verslunarrekandi á Borðeyri auk Albertínu Elíasdóttir á Ísafirði skuli bætast við þá sex frambjóðendur sem bjóða sig fram.