Categories
Frétt

Kiwanis gefur reiðhjólahjálma

Þegar skóla lauk á Hólmavík í vor fengu nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Hólmavík gefins reiðhjólahjálma frá Kiwanis hreyfingunni á Íslandi. Það var Vala Friðriksdóttir kennari bekkjarins sem afhenti þessum kátu krökkum hjálmana á vordeginum, en eins og allir vita eru reiðhjólahjálmar bráðnauðsynlegir þegar farið er út að hjóla. Þá skiptir engu hvort menn eru börn eða fullorðnir, unglingar eða öldungar, karlar eða konur, ráðamenn eða óbreyttir borgarar. Slysin gera ekki boð á undan sér eins og dæmin sanna.

Börnin glaðbeitt með hjálmana – ljósm. Lára Agnarsdóttir