30/10/2024

Kirkjuleiknum frestað

Ekkert verður úr áður boðaðri leiksýningu Stopp-leikhópsins í Hólmavíkurkirkju í dag, vegna ófyrirséðrar og óvæntrar bilunar í bifreið leikflokksins. Vegna þess frestast sýningin á verkinu Við guð erum vinir um óákveðinn tíma, sennilega um hálfan mánuð.