22/12/2024

Kirkjan stefnir að sölu eigna á Ströndum

PrestbakkakirkjaFyrir kirkjuþingi sem stendur nú yfir liggur tillaga frá kirkjuráði um kaup og sölu fasteigna. Meðal þeirra eigna kirkjunnar sem stefnt er að sölu á eru jarðirnar Prestbakki í Hrútafirði og Árnes I í Trékyllisvík. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að um sé að ræða eignir sem fyrirsjáanlega verða ekki not fyrir í þjónustu kirkjunnar og kostnaður kirkjumálasjóðs af áframhaldandi eignarhaldi verði að líkindum meiri en hugsanlegar tekjur. Ólíklegt er talið að verðmæti eignanna muni hækka svo á næstu árum að það borgi sig að fresta sölu. Tekið er fram að eignarhald þessara tilteknu eigna væri hugsanlegt að réttlæta með kirkju- eða menningarsögulegum ástæðum.