12/07/2024

Keppnisferðir í körfubolta

Um síðustu helgi voru ekki færri en þrjú mót í gangi þar sem keppendur af Ströndum tóku þátt í körfuboltakeppni með Kormáki á Hvammstanga. Eitt þeirra var Hópbílamótið í körfubolta yngri flokka sem haldið var í Grafavogi í umsjá Fjölnis. Á mótinu voru 350 keppendur frá 9 félögum. Skipulagning mótsins var með miklum ágætum, á laugardeginum var öllum boðið í sund, bíó og frábæra kvöldvöku þar sem Ragnar Torfason frá Trékyllisvík stjórnaði af sinni alkunnu snild  og endaði að sjálfsögðu með að allir sungu Litlabjörn og Stórabjörn af svo miklum krafti að við lá að þakið færi af húsinu.

Á sunnudeginum lauk síðan mótinu með glæsilegri verðlaunaafhendingu þar sem allir keppendur fengu veglegan verðlaunapening fyrir þátttökuna og að síðustu var boðið uppá pitsuveislu sem féll í mjög góðan jarðveg eftir strangt, en skemmtilegt mót.

Lið í stuði

ithrottir/2007/580-karfa-fj1.jpg

Nokkrar myndir af sameiginlegu liði Kormáks á Hvammstanga og Geislans á Hólmavík – ljósm. Óskar Torfason