30/10/2024

KB banki gefur tölvur

Á dögunum komu þær Þorbjörg Magnúsdóttir og Elsa Björk Sigurðardóttir frá KB banka færandi hendi í skólann og gáfu átta notaðar PC tölvur. Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd smellt af. Að sögn skólastjóra kemur gjöfin sér afar vel og verða tölvurnar nýttar í kennslustofum og sérkennslustofu. Tölvukostur skólans var talsvert endurnýjaður í síðastliðið haust og er þetta kærkomin viðbót sem gerir nemendum og kennurum kleift að nýta kennsluforrit, ritvinnslu, nettengingu og fleira í kennslustofu samhliða annarri kennslu.