22/12/2024

Kaupþing banki á Hólmavík dregur úr þjónustu

Höfuðstöðvar Kaupþings banka hafa ákveðið að draga umtalsvert úr þjónustu útibúsins á Hólmavík, en opnunartíminn verður styttur verulega. Frá 8. október næstkomandi verður einungis opið frá klukkan 12:30 – 16:00 virka daga. Ef starfstími starfsfólks verður skertur að sama skapi er hætt við að um verði að ræða nokkra fækkun stöðugilda. Fáein misseri eru síðan að staða útibússtjóra var færð frá Hólmavík og sameinuð sömu stöðu við útibú bankans í Búðardal og tapaðist þar eitt vel launað starf af Ströndum. 

Útibúið á Hólmavík er það eina sem Kaupþing banki rekur á Vestfjarðakjálkanum.