Categories
Frétt

Bingó á Drangsnesi á sunnudag

Foreldrafélag Grunnskólans á Drangsnesi stendur fyrir bingóskemmtun á Drangsnesi sunnudaginn 10. janúar. Fer bingóið fram í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi og hefst kl. 15:00. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á skemmtunina, verð á bingóspjaldinu er kr. 500.- og kaffi og vöfflur verða á boðstólum.